Nokkur atriði

Nú styttist í hátíðina og langar okkur að minna á nokkur atriði sem skipta máli á næstu dögum

Skráningu á hlaupahatid.is lýkur fimmtudaginn 13. júlí klukkan 08.00 en eftir það verður hægt að skrá sig í versluninni CraftSport við Austurveg á Ísafirði. Þar verður opið fimmtudaginn 13. júlí frá 16-18 og föstudaginn 14. júlí frá 12-18. Einnig verður hægt að skrá sig á Þingeyri á laugardag í tjaldi sem verður fyrir utan íþróttahúsið á Þingeyri.

Athugið að þeir sem skrá sig eftir að forskráningu lýkur fara ekki í pott þar sem dregnir verða út útdráttarvinningar. Þetta er gert til þess að hvetja fólk til að skrá sig í forskráningu þar sem það auðveldar okkur alla vinnu.

Þeir sem skrá sig í forskráningu fá sendan tölvupóst með helstu atriðum varðandi hátíðina. Einnig verður hægt að nálgast þann minnislista á skráningarstöðum hátíðarinnar.

Ef einhver lendir í því að skráningin þeirra gengur ekki í gegn þá er sá hinn sami beðinn um að senda tölvupóst á hlaupahatid@hlaupahatid.is og við munum finna út úr því. Einnig ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið breyta skráningunni ykkar.

Annars hlökkum við bara til að sjá ykkur á hátíðinni okkar 14-16 júlí….