Hlaupahátíðin á sínum stað

Skipuleggjendur hafa tekið þá ákvörðun að halda hlaupahátíðina eins og áður en þó með einhverjum smávægilegum breytingum. Eins og staðan er núna er ekkert því til fyrirstöðu að allt ætti að ganga upp en eins og allir vita þá getur margt breyst þegar landið opnar meira og því munum við taka stöðuna þegar nær dregur. Ef við neyðumst til að aflýsa eða breyta viðburðum þá munum við bjóða upp á endurgreiðslu (að frádregnum smávægilegum kostnaði)

Helstu breytingar eru þessar

Drykkjarstöðvar

Lámarksþjónusta verður á drykkjarstöðvum og aðeins boðið upp á orku og vatn. Ekki verður súkkulaði eða bananar í boði líkt og áður.

Glös

Í utanvegahlaupunum, Skálavíkurhlaupi og Vesturgötuhlaupi eiga þátttakendur að vera með sín eigin drykkjarmál. Þetta er bæði vegna sóttvarna en einnig vegna umhverfissjónarmiða. Hægt er að kaupa margnota drykkjarmál í einhverjum verslunum sem selja hlaupavörur, ma. Sportvörum og SÍBS verslun

Skráning

Engin skráning verður á staðnum og því er mikilvægt fyrir alla að ganga frá skráningu áður en netskráning lokar sem er miðvikudaginn 15. júlí á hádegi. Þetta á einnig við um skemmtiskokk og skemmtihjólreiðar.

Rútur

Rútur verða í boði fyrir þá sem það vilja (ath. takmarkað sætaframboð í 24 km og 10 km í Vesturgötunni) en þó er þátttakendum heimilt að fara á eigin vegum í startið ef þeir það kjósa. Þetta á við um allar greinar nema 10 km Vesturgötuhlaup þar sem vegurinn býður ekki upp á mikla umferð.

Verðlaun

Ekki verða þátttökuverðlaun og ekki veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í flokkum. Hins vegar verða áfram verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í heildarkeppnum, óháð aldri. Áfram verður glaðningur fyrir krakkana sem taka þátt í skemmtiskokki og skemmtihjólreiðum.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá er velkomið að senda tölvupóst á netfangið hlaupahatid@hlaupahatid.is og við reynum að svara ykkur eins fljótt og hægt er.