Forskráning hafin og nýir skilmálar

Í kvöld hófst forskráning í greinar hátíðarinnar en hún er fyrir þá sem voru skráðir í fyrra. Eins og allir vita þá var hátíðinni aflýst með mjög stuttum fyrirvara og því ákváðu skipuleggjendur að hafa forskráningu í eina viku fyrir þá einstaklinga.

Við hvetjum þá sem skrá sig að lesa yfir skilmála hátíðarinnar en eftir síðasta ár þá ákváðum við að yfirfara alla skilmálana til að hafa allt okkar á hreinu. Það eru mjög mismunandi milli móta hvernig endurgreiðslu er háttað og ræddum við það vel og lengi hvernig við vildum hafa þetta. Við ákváðum að halda verðinu lágu áfram þannig að það dekki hátíðina aðeins ár frá ári en í staðinn bjóðum við ekki upp á neina endurgreiðslu. Hins vegar er hægt að selja miðann sinn, þó í síðasta lagi tveimur vikum fyrir að hátíðin hefst. Við vonum að þátttakendur sýni þessu skilning og haldi áfram að mæta á þessa skemmtilegu og fjölsbreyttu hátíð þar sem allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi.

Almenn skráning hefst svo mánudaginn 22.2.2021 klukkan 00.00 og fer hún fram hér á síðunni.