Hlaupahátíð á Vestfjörðum 16-19 júlí 2020
Nú er undirbúningur fyrir hátíðina í ár formlega hafinn og er skráning hafin hér á síðunni, Dagskráin er komin inn á heimasíðuna og er hún að mestu leyti eins og hátíðin 2019.
Nú er undirbúningur fyrir hátíðina í ár formlega hafinn og er skráning hafin hér á síðunni, Dagskráin er komin inn á heimasíðuna og er hún að mestu leyti eins og hátíðin 2019.
Þá er hlaupahátíðinni lokið og tókst hún vægast sagt mjög vel. Veðrið lék við okkur alla dagana og metþátttaka var í mörgum greinum en alls voru um 600 einstaklingar sem skráðu sig til keppni en margir voru að keppa í fleiri en einni grein. Öll úrslit eru komin inn á heimasíðuna okkar en einnig koma…
Meðfylgjandi eru upplýsingar fyrir keppendur um allar greinar hátíðarinnar og eru þeir hvattir til að kynna sér þær mjög vel. Einnig fylgja upplýsingar fyrir þátttakendur í Vesturgötuhjólreiðunum (XCM) en eins og flestir vita þá er keppnin hluti af Íslandsmeistaramótinu í maraþonfjallahjólreiðum.
…Nú er forskráningu lokið og er metþátttaka í mörgum greinum í ár en við getum enn bætt við þátttakendum og fer skráning og afhending gagna fram á skráningarskrifstofum okkar.
…Nú fer að líða að því að forskráningu ljúki en eins og áður hefur komið fram er hún opin til hádegis á miðvikudag…. þeir sem skrá sig á netinu fara í pott þar sem dregið verður um glæsilega útdráttarvinninga þannig að við hvetjum alla til að ganga frá skráningu sem fyrst Allir þátttakendur fá glæsileg…
Nú er rétt um vika í að hátíðin hefjist og hvetjum við alla til að skrá sig tímanlega því það auðveldar okkur alla vinnu. Glæsilegir útdráttarvinningar eru í boði fyrir forskráða en líkt og undanfarin ár drögum við út þá vinninga áður en hátíðin hefst og afhendum þegar gögnin eru sótt. Forskráning er á hlaupahatid.is…
Nú eru aðeins tvær vikur þar til hátíðin hefst og er undirbúningur í hámarki. Við höfum gert samning við 66°norður og munu þeir gefa verðlaun í allar greinar hátíðarinnar en einnig munu þeir vera með “pop up” verslun samhliða skráningu og afhendingu gagna. Craftsport sem hefur verið einn af okkar dyggustu styrktaraðilum er að hætta…
Nú er rétt um mánður til stefnu og í dag datt inn skráning nr. 100 sem þýðir að 100 einstaklingar eru skráðir til keppni en þeir eru alls skráðir í 155 greinar. Mikil skráning er í þríþrautina sem er mjög ánægjulegt en þýðir að plássum í 24 km Vesturgötuna fækkar hratt þar sem við erum…
Skráning er hafin og er linkur til hægri hér á forsíðunni. Það verður ein ný grein í ár en það verða Skálavíkurhjólreiðar sem verða haldnar samhliða Skálavíkurhlaupinu á fimmtudeginum.
Hlaupahátíðin 2019 verður haldin 18-21 júlí og verður með svipuðu sniði og í fyrra. Við erum að skoða að bæta við hjólreiðakeppni og myndi hún þá vera í tengslum við Skálavíkurhlaupið sem haldið er á fimmtudeginum. Nánari upplýsingar koma síðar en einnig er óvíst með Endurohjólreiðarnar. Skráning í hátíðina hefst í lok árs 2018