Staðan í lok maí

Í dag er orðið uppselt í 10 km og 24 km Vesturgötuhlaupin og fá pláss eftir í 24 km hlaupið án rútu. Skráning gengur vel í aðrar greinar hátíðarinnar en engin takmörk eru á skráningu í þær greinar. Vakin er athygli á að skráningu á netinu lýkur mánudaginn 12. júlí og ekki verður hægt að…

Skráning byrjar vel

Skráning hefur farið vel af stað og er þegar orðið uppselt í 24 km Vesturgötu og Þríþraut en við höfum opnað fyrir skráningu í þessar greinar ÁN RÚTU en það þýðir að keppendur verða að koma sér sjálfir í startið. Hvetjum alla til að kynna sér þá skilmála sem fylgja þeirri skráningu.

Skráning hefst á morgun

Almenn skráning í hátíðina hefst á miðnætti og fer fram hér á síðunni. Við hvetjum keppendur til að skoða vel skilmálana, aldurstakmörk og skyldubúnað en það er hægt að nálgast hér á síðunni undir Reglur og ýmsir skilmálar.

Forskráning hafin og nýir skilmálar

Í kvöld hófst forskráning í greinar hátíðarinnar en hún er fyrir þá sem voru skráðir í fyrra. Eins og allir vita þá var hátíðinni aflýst með mjög stuttum fyrirvara og því ákváðu skipuleggjendur að hafa forskráningu í eina viku fyrir þá einstaklinga. Við hvetjum þá sem skrá sig að lesa yfir skilmála hátíðarinnar en eftir…

Hlaupahátíð aflýst

English below Í samráði við Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2020. Vegna mjög slæmra veðurskilyrða  og skriðuhættu á keppnisvæðum sjáum við okkur ekki fært að geta tryggt öryggi keppenda. Okkur þykir þetta mjög leitt en skv upplýsingum frá Veðurstofunni þá eru þetta aðstæður sem skapast á 20 ára fresti. Við…

Veðurútlit

Eins og staðan er núna er veðurspáin mjög slæm fyrir morgundaginn og föstudaginn. Við förum á fund í fyrramálið með mönnum frá Veðurstofunni og verður tekið ákvörðun um hvernig greinum þá daga verður háttað. Ekki er á dagskránni að aflýsa neinni grein nema mögulega sjósundinu en endanlega ákvörðun verður tekin í fyrramálið. Laugardagurinn og sunnudagurinn…

Styttist í hátíðina

Skráningu lýkur á miðvikudag í næstu viku á hádegi. Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningu á netinu lýkur og er það vegna tilmæla frá Almannavörnum. Verið er að reyna að fá fleiri rútur í 24 km Vesturgötu og ætti það að koma í ljós á morgun hvort það gengur, þá verða þeir…

Skemmtihjólreiðar og skemmtiskokk

Við höfum ákveðið að fella niður skráningargjald í skemmtihjólreiðarnar og skemmtiskokkið í ár. Það þarf því ekki að skrá í þær greinar en krakkarnir fá að sjálfsögðu númer fyrir startið og glaðning þegar komið er í mark. Er þetta gert til að minnka umferð í tjaldinu á Þingeyri þar sem oft er þröngt á þingi…