Nýir styrktaraðilar

Síðastliðnar vikur höfum við náð samningum við nýja styrktaraðila en það er Bætiefnabúllan sem mun styrkja okkur veglega með alla orkudrykki og gel á hátíðinni og svo SÍBS verslun sem mun gefa Inov8 skó í verðlaun. Við erum mjög ánægð með þessa nýju styrktaraðila og frábært að bæta þeim við aðra styrktaraðila okkar. Annars er […]

Skráning hafin og nýr viðburður

Þá er skráning farin af stað og eru komnar þó nokkrar skráningar, sérstaklega gaman að sjá hve margar skráningar eru í þríþrautina okkar… en nú var að bætast við enn einn dagskrárliður á hátíðina en það er Enduro Ísland Sumarfagnaður sem er haldinn í samstarfi við Enduro Ísland. Þeir munu sjá um alla skipulagningu við […]

Hlaupahátíð 12-15 júlí 2018

Þá hefst undirbúningur fyrir hlaupahátiðina formlega en skráning hefst mánudaginn 26. febrúar á síðunni okkar, hlaupahatid.is. Ný grein verður á hátíðinni í ár en það verður Skálavíkurhlaup sem er utanvegahlaup sem hefst í Skálavík og endar við sundlaugina í Bolungarvík. Við erum mjög spennt fyrir þessu hlaupi en hægt verður að velja um tvær vegalengdir […]

Hlaupahátíðinni lokið

Þá er hátíðin afstaðin þetta árið, metþáttaka var í nánast öllum greinum og mikil og góð stemning. Verðið sýndi okkur að það getur breyst á svipstundu og fengum við aldeilis að finna fyrir því í gær þegar Vesturgötuhlaupið var.  Smávægileg seinkun varð á startinu í 24 og 10 km í gær og biðjumst við velvirðingar […]

Skráning og afhending gagna

Á morgun verðum við í Craftsport frá klukkan 12-18 og þar er hægt að skrá sig eða sækja gögn. Á laugardag flytjum við okkur yfir á Þingeyri þar sem verður opið frá 9 og fram eftir degi. Svipað verður upp á teningnum á sunnudag, verðum á staðnum frá 7.30 og þar verður hægt að nálgast […]

Tveir dagar í hátíðina

Þá eru aðeins nokkrar klst eftir af forskráningunni og hefur skráningin aldrei verið eins mikil og í ár. Við sem að hátíðinni stöndum erum mjög ánægð með þessa þróun og það sýnir okkur að við erum að gera eitthvað rétt. Öll vinnan við undirbúning hlaupahátíðarinnar er unnin í sjálfboðavinnu sjö einstaklinga en þess utan greiðum […]

Vesturgötuhjólreiðar

Eins og fram hefur komið þá verða Vesturgötuhjólreiðarnar einnig Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum. Það koma tveir dómarar frá HRÍ vestur og sjá til þess að allt fari fram eftir þeirra reglum. Keppendum verður líkt og áður startað öllum saman og verður keppnin í heild eins og undanfarin ár. Við munum áfram veita verðlaun fyrir 16-39 og […]

Nokkur atriði

Nú styttist í hátíðina og langar okkur að minna á nokkur atriði sem skipta máli á næstu dögum Skráningu á hlaupahatid.is lýkur fimmtudaginn 13. júlí klukkan 08.00 en eftir það verður hægt að skrá sig í versluninni CraftSport við Austurveg á Ísafirði. Þar verður opið fimmtudaginn 13. júlí frá 16-18 og föstudaginn 14. júlí frá […]

Aldurstakmarkanir

Í ljósi reynslu síðustu ára þá neyðumst við til að setja aldurstakmarkanir á tvær greinar á hátíðinni. Í sjósundi verður aldurstakmark 16 ár og í skemmtihjólreiðum verður aldurstakmark 10 ár nema í fylgd með fullorðnum Við vonum að þetta valdi engum leiðindum en þetta er aðeins gert í ljósi reynslunnar og til að hægt sé […]

Undirbúningur í fullum gangi

Þá fer nú að aldeilis að styttast í hátíðina þetta árið. Undirbúningur er í fullum gangi og allt að smella. Við vorum að starta nýrri heimasíðu og hafa verið smá hnökrar vegna þess að það fer vonandi allt að lagast. Skráning gengur vel og hvetjum við alla að skrá sig tímanlega, þó svo að það […]