Hlaupahátíð á Vestfjörðum 18-21 júlí 2019

Hlaupahátíðin 2019 verður haldin 18-21 júlí og verður með svipuðu sniði og í fyrra. Við erum að skoða að bæta við hjólreiðakeppni og myndi hún þá vera í tengslum við Skálavíkurhlaupið sem haldið er á fimmtudeginum. Nánari upplýsingar koma síðar en einnig er óvíst með Endurohjólreiðarnar. Skráning í hátíðina hefst í lok árs 2018

Hlaupahátíð lokið

Þá er hlaupahátíðinni lokið og vonum við að allir haldi sáttir og sælir heim á leið eftir frábæra helgi. Við gerum það amk Við þökkum öllum fyrir komuna, þátttakendum sem og fjölskyldum þeirra því án ykkar gætum við ekki haldið þessa hátið Einnig þökkum við styrktaraðilum, sjálfboðaliðum, björgunarsveitum, rútuköllum, ljósmyndurum og öllum þeim sem aðstoða…

Upplýsingablað fyrir keppendur

Hér fyrir neðan geta allir keppendur nálgast minnislista fyrir hátíðina í ár. Þar eiga allar upplýsingar um einstaka viðburði að vera, hvenær opið er á skráningarstöðum og hvar sé hægt að nálgast gögnin. Einnig hvenær rútur fara í hvaða grein. Við munum setja reglulega inn upplýsingar á facebook síðu hátíðarinnar alla helgina og hvetjum við…

Aldurstakmörk og tímamörk

Í ár verða nokkur aldurstakmörk en það er gert vegna reglna frá Frjálsíþróttasambandi Íslands en einnig vegna reynslu síðustu ára. Í sjósundinu verður aldurstakmarkið 16 ár (fædd 2002) Í Arnarneshlaupinu verður aldurstakmark í 10 km 12 ár (fædd 2006) og í 21,1 km 15 ár (fædd 2003) og er það skv reglum FRÍ um götuhlaup.…

Forskráning

Forskráningu lýkur miðvikudaginn 11. júlí klukkan 12.00 á hádegi  hér en eftir það verður hægt að skrá sig á eftirfarandi stöðum: Fimmtudagur 12. júlí frá klukkan 17.00: Skráning og afhending gagna í Skálavíkurhlaup  í íþróttahúsinu í Bolungarvík (athugið bara Skálavíkurhlaup) Föstudagur 13. júlí frá klukkan 11.00-19.00: Skráning og afhending gagna fyrir aðrar greinar hátíðarinnar í…

Nýir styrktaraðilar

Síðastliðnar vikur höfum við náð samningum við nýja styrktaraðila en það er Bætiefnabúllan sem mun styrkja okkur veglega með alla orkudrykki og gel á hátíðinni og svo SÍBS verslun sem mun gefa Inov8 skó í verðlaun. Við erum mjög ánægð með þessa nýju styrktaraðila og frábært að bæta þeim við aðra styrktaraðila okkar. Annars er…

Skráning hafin og nýr viðburður

Þá er skráning farin af stað og eru komnar þó nokkrar skráningar, sérstaklega gaman að sjá hve margar skráningar eru í þríþrautina okkar… en nú var að bætast við enn einn dagskrárliður á hátíðina en það er Enduro Ísland Sumarfagnaður sem er haldinn í samstarfi við Enduro Ísland. Þeir munu sjá um alla skipulagningu við…

Hlaupahátíð 12-15 júlí 2018

Þá hefst undirbúningur fyrir hlaupahátiðina formlega en skráning hefst mánudaginn 26. febrúar á síðunni okkar, hlaupahatid.is. Ný grein verður á hátíðinni í ár en það verður Skálavíkurhlaup sem er utanvegahlaup sem hefst í Skálavík og endar við sundlaugina í Bolungarvík. Við erum mjög spennt fyrir þessu hlaupi en hægt verður að velja um tvær vegalengdir…

Hlaupahátíðinni lokið

Þá er hátíðin afstaðin þetta árið, metþáttaka var í nánast öllum greinum og mikil og góð stemning. Verðið sýndi okkur að það getur breyst á svipstundu og fengum við aldeilis að finna fyrir því í gær þegar Vesturgötuhlaupið var.  Smávægileg seinkun varð á startinu í 24 og 10 km í gær og biðjumst við velvirðingar…

Skráning og afhending gagna

Á morgun verðum við í Craftsport frá klukkan 12-18 og þar er hægt að skrá sig eða sækja gögn. Á laugardag flytjum við okkur yfir á Þingeyri þar sem verður opið frá 9 og fram eftir degi. Svipað verður upp á teningnum á sunnudag, verðum á staðnum frá 7.30 og þar verður hægt að nálgast…