Hlaupahátíð aflýst

English below Í samráði við Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2020. Vegna mjög slæmra veðurskilyrða  og skriðuhættu á keppnisvæðum sjáum við okkur ekki fært að geta tryggt öryggi keppenda. Okkur þykir þetta mjög leitt en skv upplýsingum frá Veðurstofunni þá eru þetta aðstæður sem skapast á 20 ára fresti. Við…

Veðurútlit

Eins og staðan er núna er veðurspáin mjög slæm fyrir morgundaginn og föstudaginn. Við förum á fund í fyrramálið með mönnum frá Veðurstofunni og verður tekið ákvörðun um hvernig greinum þá daga verður háttað. Ekki er á dagskránni að aflýsa neinni grein nema mögulega sjósundinu en endanlega ákvörðun verður tekin í fyrramálið. Laugardagurinn og sunnudagurinn…

Styttist í hátíðina

Skráningu lýkur á miðvikudag í næstu viku á hádegi. Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningu á netinu lýkur og er það vegna tilmæla frá Almannavörnum. Verið er að reyna að fá fleiri rútur í 24 km Vesturgötu og ætti það að koma í ljós á morgun hvort það gengur, þá verða þeir…

Skemmtihjólreiðar og skemmtiskokk

Við höfum ákveðið að fella niður skráningargjald í skemmtihjólreiðarnar og skemmtiskokkið í ár. Það þarf því ekki að skrá í þær greinar en krakkarnir fá að sjálfsögðu númer fyrir startið og glaðning þegar komið er í mark. Er þetta gert til að minnka umferð í tjaldinu á Þingeyri þar sem oft er þröngt á þingi…

Hlaupahátíðin á sínum stað

Skipuleggjendur hafa tekið þá ákvörðun að halda hlaupahátíðina eins og áður en þó með einhverjum smávægilegum breytingum. Eins og staðan er núna er ekkert því til fyrirstöðu að allt ætti að ganga upp en eins og allir vita þá getur margt breyst þegar landið opnar meira og því munum við taka stöðuna þegar nær dregur.…

Hlaupahátíð 2019 lokið

Þá er hlaupahátíðinni lokið og tókst hún vægast sagt mjög vel. Veðrið lék við okkur alla dagana og metþátttaka var í mörgum greinum en alls voru um 600 einstaklingar sem skráðu sig til keppni en margir voru að keppa í fleiri en einni grein. Öll úrslit eru komin inn á heimasíðuna okkar en einnig koma…

Upplýsingar um hátíðina

Meðfylgjandi eru upplýsingar fyrir keppendur um allar greinar hátíðarinnar og eru þeir hvattir til að kynna sér þær mjög vel. Einnig fylgja upplýsingar fyrir þátttakendur í Vesturgötuhjólreiðunum (XCM) en eins og flestir vita þá er keppnin hluti af Íslandsmeistaramótinu í maraþonfjallahjólreiðum.