Sjósund og Arnarneshlaup

Í dag fór fram sjósund í aðstöðu Sæfara á Ísafirði en hægt var að velja um að synda 500 og 1500m vegalengdir. Í 1500m sjósundinu voru sigurvegarar hjónin Katrín Pálsdóttir og Þorsteinn Másson en í 500m voru það Aníta Björk Jóhannsdóttir og Bjarki Freyr Rúnarsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Í kvöld fór svo fram…

Fyrsta keppnisdegi lokið

Þá er fyrsta degi Hlaupahátíðarinnar lokið en Skálavíkurdagurinn var í dag.Í 19 km Skálavíkurhjólreiðum voru það Anna María Daníelsdóttir og Þorsteinn Másson sem sigruðu, í 12 km Skálavíkurhlaupi voru það Kristjana Milla Snorradóttir og Henrik Andersen sem sigruðu og í 19 km hlaupinu voru það hjónin Rannveig Halldórsdóttir og Kristbjörn Róbert Sigurjónsson sem komu, sáu…

Hátíðin hefst á morgun

Þá er þetta að bresta á, Hlaupahátíðin 2021 hefst á morgun. Allt að verða tilbúið og veðurspáin lofar góðu. Strákarnir með pop up verlsun 66°norður eru að koma sér fyrir á skráningarskrifstofunni á Ísafirði og munum við opna með bros á vör í fyrramálið klukkan 11.00. Á morgun verður dagskráin okkar í Bolungarvík en þá…

Minnislisti fyrir keppendur

Nú er rúmlega vika í að hátíðin hefjist og hvetjum við ykkur til að skoða meðfylgjandi skjal. Þar koma allar helstu upplýsingar um hátíðina fram, óháð því hvaða grein þið takið þátt í. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 12. júlí og það verður ekki hægt að skrá sig efitr þann tíma en nafnabreyting verður heimiluð…

Tvær vikur í hátíð

Nú eru rétt um 2 vikur í að Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2021 hefst. Eins og áður sagði þá er orðið uppselt í styttri Vesturgötuhlaupin en einhverjir hafa verið að selja miðana sína á facebook og bendum við þeim sem vantar miða að fylgjast með á síðu þar sem heitir hlaup-sala og skipti. Skráningu lýkur á…

Staðan í lok maí

Í dag er orðið uppselt í 10 km og 24 km Vesturgötuhlaupin og fá pláss eftir í 24 km hlaupið án rútu. Skráning gengur vel í aðrar greinar hátíðarinnar en engin takmörk eru á skráningu í þær greinar. Vakin er athygli á að skráningu á netinu lýkur mánudaginn 12. júlí og ekki verður hægt að…

Skráning byrjar vel

Skráning hefur farið vel af stað og er þegar orðið uppselt í 24 km Vesturgötu og Þríþraut en við höfum opnað fyrir skráningu í þessar greinar ÁN RÚTU en það þýðir að keppendur verða að koma sér sjálfir í startið. Hvetjum alla til að kynna sér þá skilmála sem fylgja þeirri skráningu.

Skráning hefst á morgun

Almenn skráning í hátíðina hefst á miðnætti og fer fram hér á síðunni. Við hvetjum keppendur til að skoða vel skilmálana, aldurstakmörk og skyldubúnað en það er hægt að nálgast hér á síðunni undir Reglur og ýmsir skilmálar.

Forskráning hafin og nýir skilmálar

Í kvöld hófst forskráning í greinar hátíðarinnar en hún er fyrir þá sem voru skráðir í fyrra. Eins og allir vita þá var hátíðinni aflýst með mjög stuttum fyrirvara og því ákváðu skipuleggjendur að hafa forskráningu í eina viku fyrir þá einstaklinga. Við hvetjum þá sem skrá sig að lesa yfir skilmála hátíðarinnar en eftir…