Arnarneshlaup

Keppendum er bent á að kynna sér vel hlaupaleiðina, hún er vel merkt með gulum merkingum á götunni og athugið að það er talið niður í hlaupinu. Brautarverðir verða á þeim stöðum sem gatnamót eru, leiðbeina keppendum og stoppa umferð.

Drykkjarstöðvar eru 4 fyrir 21,1 km og 2 fyrir 10 km hlaupið. Á stöðvunum er boðið upp á orkudrykk frá Bætiefnabúllunni (Isotonic) og vatn. Drykkjarstöðvarnar eru við ca 5, 10, 14 og 18  í 21,1 km og við ca 3 og 7 km í 10 km hlaupinu. Drykkir og veitingar verða fyrir þátttakendur í markinu.

Arnarneshlaupið er löglega mælt af starfsmönnum FRÍ. Staðfest íslandsmet fæst í 21,1 km en þar sem hæðarmunur í starti og marki er of mikill í 10 km fæst tíminn ekki staðfestur sem íslandsmet. Keppendum er bent á að halda sig alltaf hægra megin í brautinni eins og kostur er þar sem mælingin á leiðinni miðast við það. Ef keppendur eru að sviga milli akreina getur vegalengdin í hlaupinu orðið röng.

Aldurstakmörk eru í Arnarneshlaupinu skv reglum frá Frjálsíþróttasambandi Íslands en í 10 km hlaupinu er 12 ára og eldri (2009 og eldri) heimilt að taka þátt og í 21,1 km er 15 ára og eldri (2006 og eldri) heimilt að taka þátt

Sundlaugin við Austurveg er opin til klukkan 23:30 fyrir þátttakendur hlaupahátíðarinnar og fjölskyldur þeirra. Verð 900 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir 6-18 ára.

21,1 km

Rútan fer frá Austurvegi 2 klukkan 19.00. Í Súðavík verður hægt að komast á salerni íþróttahúsinu. Keppendur eiga að setja það sem þeir vilja að verði farið með í markið í bíl sem verður við startið og verður því komið til baka inn á Ísafjörð við markið.

Startað er frá íþróttahúsinu í Súðavík klukkan 20. Hlaupið verður sem leið liggur til Ísafjörðar og endað á Silfurtorgi. Brautarverðir verða við öll gatnamót. Á einum stað í hlaupinu er grindahlið og er keppendum bent á að fara varlega þegar þeir hlaupa þar yfir. Hliðið er snemma í hlaupinu, rétt eftir að farið er út úr Súðavík.

10km

 Rútan fer frá Austurvegi 2 klukkan 20.30. Þar verður eins og í Súðavík hægt að koma fötunum á bíl sem verður keyrt í markið. Engir kamrar verða á staðnum.  Athugið að ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að hita upp á staðnum og því er keppendum bent á að gera það áður en farið er í rútuna.

 Startið í 10 km er klukkan 21.00 á Arnarnesi og hlaupið sem leið liggur að Silfurtorgi. Brautarverðir verða við öll gatnamót.

Verðlaunaafhending fer fram á Silfurtorgi klukkan 22:15