Arnarneshlaupið var haldið í fyrsta sinn á Hlaupahátíðinni 2015. Þar sem vegurinn um Óshlíðina var ekki talinn öruggur til að beina þangað keppendum þá urðum við að finna nýja leið til að halda götuhlaupið okkar á hátíðinni. Við vorum lengi búin að hafa þessa leið í huga og eftir að hafa skoðað málin vel og lengi var ákvörðun tekin. Hlaupið hefur tekist mjög vel og verður hlaupið í ár án efa engin undantekning.
Hálfmaraþon:
- Hefst í Súðavík og liggur leiðin um Súðavíkurhlíð, gegnum Arnarneshamar, fyrir Arnarnesið, Kirkjubólshlíð og svo sem leið liggur niður í miðbæ á Ísafirði þar sem hlaupið mun enda.
- Start klukkan 20.00
- Rúta fer frá Austurvegi 2, Ísafirði klukkan 19.00
- Skv reglum frá FRÍ er aldurstakmark 15 ára á árinu
- Leiðin er löglega mæld af starfsmönnum FRÍ
- Drykkjarstöðvar á ca 5 km fresti, 5,10,14 og svo 18 km. Boðið upp á vatn og isotonic orku frá Bætiefnabúllunni
- Verðlaunaafhending á Silfurtorgi klukkan 22.15
10 km hlaup:
- Hefst á Arnarnesinu og hlaupið sem leið liggur að Silfurtorgi.
- Start klukkan 21.00
- Rúta fer frá Austurvegi 2, Ísafirði klukkan 20.30
- Skv reglum frá FRÍ er aldurstakmark 12 ára á árinu
- Leiðin er löglega mæld af starfsmönnum FRÍ en þar sem hæðarmunur er of mikill á starti og marki er ekki mögulegt að setja Íslandsmet í brautinni
- Drykkjarstöðvar við 3 og 7 km. Boðið upp á vatn og Isotonic orku frá Bæitefnabúllunni
- Verðlaunaafhending á Silfurtorgi klukkan 22.15