Hækkun 560m
Hjólað er frá Þingeyri að flugvellinum í Dýrafirði og síðan inn Kirkjubólsdal, yfir Álftamýrarheiði í 544 m hæð áður en haldið er eftir langri, grófri en nokkuð beinni brekku niður Fossdal að sjó í Arnarfirði. Athugið að framarlega í Fossdal, skömmu áður en komið er niður að sjó, eru vegamót. Þar eiga keppendur að beygja til hægri, út fjörðinn. Frá Fossdal liggur leiðin yfir í Stapadal og síðan eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal, áfram fyrir Sléttanes að Svalvogavita, eftir syllunni í Hrafnhólunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörðinn að Þingeyri aftur og í mark við sundlaugina. Athugið að undirlagið er gróft og því nauðsynlegt að vera á góðum dekkjum.
Drykkjarstöðvar
- Drykkjar/orkustöðvar verða tvær á leiðinni en keppendum er bent á að taka með sér orku til að hafa á leiðinni
Á drykkjarstöðvunum verður boðið upp á Isotonic orkudrykki frá Bætiefnabúllunni og vatn. Athugið að keppendur verða sjálfir að vera með sitt glas.
Í markinu er boðið upp á vatn, orkudrykk Bætiefnabúllunni, súkkulaði, banana, kleinur, vöfflur og annað fínerí.
Rástími
- Hefst við Íþróttahúsið á Þingeyri kl. 9.30
- Mæting kl. 9.15
Skyldubúnaður
- Hjálmur
- Margnota glas eða brúsi
Aldurstakmarkanir
- 16 ára
Bíll mun keyra á eftir síðasta keppanda og í honum verður hjólapumpa en engar slöngur verða meðferðis
Keppendur hafa aðstöðu inni í íþróttahúsinu til að skipta um föt og er sundlaugin opin til kl. 18.00 þannig að allir ættu að komast í bað til að skola af sér rykið.
Keppnisnúmer verða afhent við skráningu eða með gögnum hjá þeim sem hafa forskráð sig. Ágætt er að mæta tímanlega. Númerin á að festa framan á hjólin með þar til gerðum böndum og með nælum á bakið. Notast er við flögutímatöku og eiga keppendur að festa flöguna á hjólið sitt en leiðbeiningar um hvernig það er gert fylgja gögnunum
Myndefni





